top of page

Nýbyggingarþrif

Við erum í samstarfi við bæði stóra og smáa verktaka.

LS Þrif býður upp á sérhæfða þrifaþjónustu fyrir verktaka, fasteignafélög og aðra samstarfsaðila í bygginga- og fasteignageiranum. Við skiljum mikilvægi þess að vinna hratt, nákvæmt og með trausti – sérstaklega þegar kemur að afhendingu fasteigna, lokahnykkum á verkefni eða reglubundnum þrifum í atvinnurýmum.

 

Við hjá LS Þrif leggjum mikla áherslu á að byggja upp traust og árangursríkt samstarf við verktaka, fasteignafélög og önnur fyrirtæki sem nýta sér þjónustu okkar.

 

Meginmarkmið okkar er að veita áreiðanlega, skilvirka og vandaða þjónustu – alltaf með þarfir viðskiptavinarins í fyrirrúmi. 

Við mætum á staðinn með allan nauðsynlegan búnað og hreinsiefni – hvort sem um ræðir nýbyggingar, flutningsþrif eða reglubundin þrif.

Jens Sandholt, framkvæmdastjóri

J.E. Skjanni byggingaverktakar ehf. leituðu til LS þrif ehf. um þrif á meðal annars 78 íbúðum sem við vorum framleiða til sölu í Mosfellsbæ.

LS þrif ehf. stóðu að verkinu mjög fagmannleg og voru vinnubrögðin einstaklega góð. Þau voru með gott gæða eftirlit sem virkaði mjög vel.

Samskiptin voru einstaklega góð við alla starfsmenn LS þrif ehf.

Teljum við góð vinnubrögð LS þrif ehf. eiga þátt í hversu kaupendur voru ánægðir við afhendingu á íbúðunum. 

 

Við gefum LS þrif ehf. okkar bestu meðmæli.

bottom of page